HREYFING

Hreyfing & Útivera

Fjallahjól

MBT-Húsavík hefur verið að bjóða upp á fjallahjólaferðir kringum Húsavík. 

Einnig er hægt að fara sínum eigin farskjóta um slóðana sem liggja umhverfis bæinn, t.d. að Botnsvatni. 
MTB Húsavík

Folf (Frisbígolf)

Frisbígolfið hefur notið mikilla vinsælda um land allt og eru yfir 60 frisbívellir á Íslandi. Folfið hentar öllum aldurshópum og er frítt að spila. Völlurinn er staðsettur á móts við tjaldsvæðið (hinum megin við veginn).
Frisbígolfvöllurinn

Golf

Skammt sunnan Húsavíkur er Katlavöllur, gróinn og fallegur níu holu golfvöllur. Umhverfi vallarins er einkar notalegt, um hann liðast Þorvaldsstaðará og fallegt útsýni er yfir Skjálfandaflóa. Við Katlavöll er ágæt aðstaða. Þar er æfingasvæði, æfingaflöt og þjónustuskáli með veitingum, kylfu- og kerruleigu. Auk þess er níu holu æfingavöllur sem hægt er að spila endurgjaldslaust. Golfklúbbur Húsavíkur sér um rekstur golfsvæðisins.
Golfvöllur Húsvíkur

Gönguskíði

Spor eru troðin reglulega uppá Reykjaheiði þegar aðstæður leyfa og er það þá auglýst á Facebook síðu skíðasvæða Norðurþings.
Vanalega eru gönguspor frá desember/janúar - fram að vori (apríl/maí)

Svæðið er á Reykjaheiði rétt vestan Höskuldsvatn um 7 km. frá Húsavík. Akstursleiðin að svæðinu er upp Þverholt á Húsavík og þaðan áfram eftir malbikuðum vegi sem liggur til Þeistareykja.   
Yfirleitt eru lagðar eru 3 og 5 km langar brautir og stundum lengri t.d. um helgar, og eru þær við allra hæfi. 
Skíðasvæði Norðurþings

Hlaup

Saga Íslands í sjö mílum er skipulagður hlaupatúr þar sem farið er yfir sögu Húsavíkur á hlaupum. Gestir fræðast um víkinga, sögur miðalda, nýlendustefnu Danmerkur, eldfjöll og jarðskjálfta, loftslagsbreytingar og árás nasista á Húsavík í síðari heimsstyrjöldinni. Hlaupaleiðin sem er farin nær frá höfninni að Botnsvatni, um Skrúðgarðinn. Hlaupahraðinn er lagaður í hvert skipti að þörfum hópsins.
Saga Íslands í sjö mílum

Jóga & Hugleiðsla

Spirit North er lítið jógasetur á Húsavík. Spirit North býður upp á reglulega jógatíma yfir veturinn, en einnig sérsniðna tíma, námskeið, ferðir og upplifanir – allan ársins hring. 
Spirit North

Leikvöllur

Við Skólastíg má finna leiksvæði fyrir yngstu kynslóðina. Til dæmis, ærslabelg, rólur og önnur leiktæki. Einnig er lítið leiksvæði á tjaldsvæði Húsavíkur, sem er staðsett hjá knattspyrnuvöllunum.
Leikvöllur

Nudd

Heilsunudd á Húsavík.
Nudd á Húsavík

Skíðasvæði

Skíðasvæði Húsavíkur er nú uppá Reykjaheiði við Reyðarárhnjúk. Lyftan sem áður var í Skálamel var flutt og opnuð formlega þann 28.desember 2019. 

Stakan dag verður hægt að greiða í lyftuskúr við Reyðarárhnjúk. Árskort eru seld í afgreiðslu Sundlaugar Húsavíkur.
Skíðasvæði Norðurþings

Stangveiði

Á Norðurlandi má finna margar af betri urriðaám landsins en einnig fínar laxveiði og bleikjuár. 

Veiðikortið er einn hagkvæmasti kostur sem til er á Íslandi fyrir veiðimenn og kortið er mjög fjölskylduvænt
Veiðikortið

Strandblak

Það eru tveir strandblaksvellir staðsettir á Húsavík. Vellirnir eru við Safnahúsið (Stórigarður 17). 
Strandblakvöllur
Share by: