FUGLAR

Fuglaskoðun

Húsavík er frábær stoppistaður fyrir fuglaáhugamenn. Það gerir nálægðin við hið fjölbreytta landslag- og svæði sem tryggir góða yfirferð á drjúgum hluta fuglastofns Íslands. Meðfylgjandi er útdráttur á hverju svæði fyrir sig en einnig er hægt að skoða svæðið í heild sinni á vefsvæði eBird’s sem sýnir svart á hvítu tegundafjöldann á stöðunum í kringum bæinn.

Við vötnin
Botnsvatn og Kaldbakstjarnir eru friðsælir staðir í göngufæri við byggðakjarnann. Gott aðgengi er að vötnunum og verður að teljast tilvalin dægradvöl að kíkja þar við. Algengar fuglategundir sem má líta augum á þessum stöðum eru himbrimar, flórgoðar, gulendur, álftir og skúfendur.

Á bökkum
Á Húsavík er stutt gönguleið frá fjöruláglendinu og að svokölluðum Húsavíkurhöfða þar sem bæjarvitinn stendur. Klettarnir sem liggja meðfram strandlínunni eru býsna háir og hafa að geyma töluvert fuglalíf. Dæmigerðir strandfuglar sem sjá má að sumri til á þessarri göngu eru fýlar, ritur, svartbakur, heiðlóur og kríur.

Við höfnina
Njóta má fuglalífs við höfnina jafnt sem annarsstaðar. Á blíðviðrisdögum getur verið gott að virða fyrir sér fuglalífið með hressingu við hönd, nóg er af veitingamöguleikum við og í nágrenni við höfnina. Hávellur, stokkendur, gulendur og blikendur eru meðal þeirra tegunda sem koma mætti auga á.

Travel North

Travel North is a destination management company operating in Iceland, with special focus on the northern region of the country. They offer full range of quality travel services, plans for transportation, tours, guiding, accommodation and outdoor activities, events, meals etc. Travel North offers activities and tours from Húsavík and nearby.
Travel North

Lundaskoðun

Skjálfandaflói

Ef farið er út á sjó er hægt að sigla að Lundey sem eins og nafnið gefur til kynna er sérlega góður staður til að sjá lunda. Í hvalaskoðunarferðum er mjög líklegt að maður sjái fýla og langvíur í miklu magni. Ef heppnin er með manni má sjá skúma og súlur.

Gentle Giants

Gentle Giants býður uppá hvalaskoðun, lundaferðir og önnur spennandi ævintýri á sjó frá Húsavík - oft þekkt sem höfuðstaður hvalaskoðunar í Evrópu. Fyrirtækið er stolt af bakgrunni sínum með meira en 150 ára fjölskyldusögu í Skjálfandaflóa.

Velkomin um borð í hefðbundna eikarbáta eða nútíma RIB hraðbáta í leit að risum hafsins. Líkurnar á að sjá hvali eru allt að 97-99%.
Gentle Giants

Húsavík Adventures

Húsavík Adventures er afþreyingarfyrirtæki, stofnað árið 2015. Félagið býður upp á tvennskonar ferðir: hvala- og lundaskoðun í Skjálfandaflóa á RIB bátum annarsvegar og hvalaskoðun í miðnætursól hins vegar. 
Húsavík Adventures

Norðursigling

Norðursigling hefur frá árinu 1995 verið í broddi fylkingar í umhverfisvænni ferðaþjónustu og varðveislu strandmenningar og var meðal fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að bjóða upp á reglulegar hvalaskoðunarferðir og lundaferðir sem hafa notið sívaxandi vinsælda.

Markmið Norðursiglingar er að efla sjálfbæra ferðaþjónustu og hefur fyrirtækið lagt metnað sinn í að endurnýja og viðhalda gömlum eikarskipum. Umhverfisvernd hefur ætíð verið starfsfólki fyrirtækisins hugleikin og var Norðursigling fyrst fyrirtækja í heiminum til þess að bjóða upp á kolefnislausar hvalaskoðunarferðir á rafmagnsskipi.
Norðursigling

Salka Hvalaskoðun

Salka Whale Watching var stofnað 2012.

Við bjóðum uppá hvalaskoðunarferðir og hvala og lundaskoðunarferðir á fallega uppgerðum eikarbátum.

Verið velkomin í ævintýraferð á Skjálfanda með Salka Whale Watching.
Salka Hvalaskoðun
Share by: