HVALIR

Hvalaskoðun

Fyrstu skipulögðu hvalaskoðunarferðir á Íslandi hófust frá Húsavík 1995 og ár frá ári fjölgar því fólki sem leitar til hafs til þess að sjá þessi tignarlegu dýr koma upp úr djúpinu til að anda. Skjálfandaflói virðist búa yfir góðum aðstæðum fyrir þessa risa undirdjúpanna og því má í flóanum finna fjölda hvala af ýmsum tegundum, mest þó hrefnu, hnúfubak og höfrunga.

Auk kjöraðstæðna frá náttúrunnar hendi hefur hér skapast löng og mikil reynsla og gríðarleg þekking hefur safnast saman á Húsavík. Hvalaskoðunarbátarnir hafa frá fyrstu tíð siglt margar ferðir á dag og nú er boðið upp á hvalaskoðun frá mars og út nóvember svo framarlega sem veður leyfir.

Fyrir neðan má sjá þau fyrirtæki sem bjóða upp á hvalaskoðunar- og bátsferðir á Skjálfanda.

Gentle Giants

Gentle Giants býður uppá hvalaskoðun og önnur spennandi ævintýri á sjó frá Húsavík - oft þekkt sem höfuðstaður hvalaskoðunar í Evrópu. Fyrirtækið er stolt af bakgrunni sínum með meira en 150 ára fjölskyldusögu í Skjálfandaflóa.

Velkomin um borð í hefðbundna eikarbáta eða nútíma RIB hraðbáta í leit að risum hafsins. Líkurnar á að sjá hvali eru allt að 97-99%.
Gentle Giants

Húsavík Adventures

Húsavík Adventures er afþreyingarfyrirtæki, stofnað árið 2015. Félagið býður upp á tvennskonar ferðir: hvala- og lundaskoðun í Skjálfandaflóa á RIB bátum annarsvegar og hvalaskoðun í miðnætursól hins vegar. 
Húsavík Adventures

Norðursigling

Norðursigling hefur frá árinu 1995 verið í broddi fylkingar í umhverfisvænni ferðaþjónustu og varðveislu strandmenningar og var meðal fyrstu fyrirtækja á Íslandi til að bjóða upp á reglulegar hvalaskoðunarferðir sem hafa notið sívaxandi vinsælda.

Markmið Norðursiglingar er að efla sjálfbæra ferðaþjónustu og hefur fyrirtækið lagt metnað sinn í að endurnýja og viðhalda gömlum eikarskipum. Umhverfisvernd hefur ætíð verið starfsfólki fyrirtækisins hugleikin og var Norðursigling fyrst fyrirtækja í heiminum til þess að bjóða upp á kolefnislausar hvalaskoðunarferðir á rafmagnsskipi.
Norðursigling

Salka Whale Watching

Salka Whale Watching var stofnað 2012.

Við bjóðum uppá hvalaskoðunarferðir og hvala og lundaskoðunarferðir á fallega uppgerðum eikarbátum.

Verið velkomin í ævintýraferð á Skjálfanda með Salka Whale Watching.
Salka Whale Watching
Share by: