FERÐIR

Ferðahugmyndir

Upplifðu Norðurland. 
BÍLL
Það tekur ca. 50 mínútur að keyra til Húsavíkur frá Akureyri og 5-6 klst frá Reykjavík.
Bílaleigur
SKIPULAGÐAR FERÐIR
Yfirlit yfir þau fyrirtæki sem bjóða upp á skipulagðar ferðir.
Skipulagðar Ferðir

Demantshringurinn

Demantshringurinn er 250km langur hringvegur á norðausturlandi, en þar er að finna magnaðar náttúruperlur og landslag sem virðist oft ekki vera af þessum heimi.

Á Demantshringnum eru fimm lykiláfangastaðir, en þeir eru hinn sögufrægi og myndræni Goðafoss, náttúruperlan Mývatn þar sem grænu og bláu litirnir ljá staðnum yfirbragð annars heims, hin ógurlega hvíta orka Dettifoss sem er vatnsmesti foss í Evrópu, náttúruundrið Ásbyrgi sem er í laginu eins og hálfmáni og síðan en alls ekki síst, Húsavík.
Demantshringur

Norðurstrandarleið

Norðurstrandaleiðin er leið sem liggur um fáferna og afskekktar slóðir. Leiðin er 900 km meðfram Norðurströndinni, frá Hvammstanga við Húnaflóa í vestri til Bakkafjarðar í austri. Vegurinn fer í gegnum 18 sveitarfélög, þannig það er nóg að taka. 

Norðurstrandarleiðin var formlega opnuð árið 2019 og við opnunina voru ný skilti vígð, sem marka Norðurstrandarleið og gefa til kynna hvert á að fara. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni fyrir neðan en þar má finna hugmyndir að afþreyingu, matarupplifun, gistingu og skipulagningu. 
Norðurstrandarleið

Yfirlitskort & Gönguleiðir

Götukort

Hér má sjá götukort af Húsavík frá 2019. Á kortinu má finna staðsetningu á helstu afþreyingu, gistingu og veitingastöðum bæjarins. 

Fyrir neðan má nálgast kortið í betri upplausn.
Götukort af Húsavík

Gönguleiðir

Það eru margar gönguleiðir við Húsavík. Á þessu gönguleiðakorti má finna helstu gönguleiðir í bæinn. Meðal annars eru gönguleiðir að og kringum Botnsvatn og einnig tvær gönguleiðir sem leiða upp á Húsavíkurfjalli. 

Hér fyrir neðan er hægt að sækja kortið uppstækkað.
 
Gönguleiðir við Húsavík

HAFA SAMBAND

Sendu okkur skeyti ef spurningar vakna. 

Staðsetning
Húsavíkurstofa
Garðarsbraut 5
640 Húsavík
Ísland
UM HÚSAVÍKURSTOFU

Húsavíkurstofa er sjálfseignarstofnun á Húsavík sem hefur það að markmiði að kynna og markaðssetja ferðaþjónustu og aðrar þjónustugreinar á Húsavík og í nágrenni. Við rekum ekki upplýsingamiðstöð en ykkur er velkomið að senda okkur línu ef spurningar vakna.
Share by: