BÖÐ

Náttúruböð og laugar

GeoSea Sjóböðin

GeoSea er baðstaður á heimsmælikvarða sem vakið hefur eftirtekt fyrir gæði og fallega hönnun. Böðin eru staðsett á Húsavíkurhöfða, hliðin á skærgula vitanum. Vatnið í sjóböðunum er hrein blanda af tæru bergvatni og jarðsjó sem inniheldur einstaka samsetningu endurnærandi steinefna fyrir húðina. Útsýnið yfir Skjálfandaflóa er ekki af verra endanum. Norðurheimskautsbaugurinn nemur við sjóndeildarhringinn í fjarska og góðum degi má jafnvel sjá hvali koma upp úr glitrandi sjónum. 
GeoSea

Sundlaug Húsavíkur

Sundlaug Húsvíkur er staðsett í hjarta bæjarins. Í sundlauginni má finna 16.7 metra laug og lítil barnalaug með hærra hitastigi. Einnig eru tvo heitir potta, ísbað og glænýja rennibraut.
Opnunartími er mánud. til föstud. 06:45 - 21:00 & Laugard. og sunnud. 10:00 - 18:00 (júní - ágúst). 
Mánud. - fimmtud. 06:45 - 09:30 14.30 - 21.00. Föstud. 06:45 - 09:30 14.30-19.00. Laugard. og sunnud. 10:00 - 16:00 (september - maí).  
Sundlaug Húsavíkur

Heiðarbær 

Tjaldsvæðið við Heiðarbæ er staðsett á milli Húsavíkur og Mývatns á vegi 87. Heiðarbær er staðsettur stutt frá mörgum af vinsælustu ferðamannastöðum landsins: Mývatni, Goðafossi, Ásbyrgi, Jökulsárgljúfrum og Laxá í Aðaldal. Sundlaug með heitum potti er opin (júní – september) alla daga frá 11:00 til 22:00, fyrir utan september, þá eru opnunartímarnir breyttir og er opið frá 17:00 til 21:00. 
Heiðarbær

Sundlaugin í Lundi, Öxarfirði

Sundlaugin er staðsett 70 kílómetrum frá Húsavík, í átt að Ásbyrgi.  Opið mánudaga til föstudaga frá klukkan 16-21, frá 21. júní og út ágúst.

Lundur
Share by: