SÖFN

Söfn & Sýningar

Á HÚSAVÍK

Könnunarsögusafnið 

Könnunarsögusafnið (The Exploration Museum) er safn um sögu land og geimkönnunar. Aðal sýningarrými safnsins er helgað geimferðum, æfingum amerískra tunglfara á Íslandi árin 1965 og 1967, sem og tilraunageimskotum frakka sem áttu sér stað hér á landi frá 1964 til 1965. Þá er ýtarlega fjallað um landkönnun víkinga og norrænna manna.

Undirbúningur að stofnun safnsins hefur staðið frá árinu 2010 og opnar þan 10. maí 2014. Safnið er til húsa að Héðinsbraut 3 þar sem áður var Hið íslenzka reðasafn.
Exploration Museum

Safnahúsið Húsavík 

Í Safnahúsinu á Húsavík fer fram fjölbreytt menningar- og safnastarf. Tvær fastasýningar eru í húsinu, auk tveggja rýma þar sem tímabundnar sýningar eru settar upp. “Mannlíf og náttúra – 100 ár í Þingeyjarsýslum” er önnur fastasýningin. Þar er áherslan lögð á samspil manns og náttúru á árunum 1850-1950. Hin fastasýning Safnahússins er Sjóminjasýning. Hún gefur glögga mynd af þróun útgerðar og bátasmíði í Þingeyjarsýslum, allt frá árabátaöldinni fram til vélbátaútgerðar. 

Safnahúsið á Húsavík er rekið af Menningarmiðstöð Þingeyinga og er opið fyrir gesti allt árið um kring.
Safnahúsið Húsavík

Hvalasafnið

Hvalasafnið á Húsavík er sérhæft safn um hvali sem hefur þann megintilgang að stuðla að söfnun muna og sagna tengdum hvölum og hvalveiðum , skráningu þeirra og varðveislu. Auk þess sem hlutverk þess er að miðla fræðslu og upplýsingum um hvali og búsvæði þeirra á hagnýtan og áhugaverðan hátt og auðvelda þannig aðgang þjóðarinnar að slíkum upplýsingum. Með fræðslu um hvali og lífríki þeirra eykur Hvalasafnið einnig á fræðslugildi hvalaskoðunarferða sem farnar eru frá Húsavík og víðar.
Hvalasafnið
Share by: