Blog Layout

Húsavíkurstofa og AECO - Samfélagslegur leiðarvísir - Skráning

Feb 17, 2022

Vinnudagur með Húsavíkurstofu og AECO fimmtudaginn 3. mars

-------------Skráning í síma: 8601088 og info@visithusavik.is-------------


Húsavíkurstofa býður þig velkominn á vinnudag með AECO.


AECO – Association of Arctic Expedition Cruise Operators eru alþjóðleg samtök skemmtiferðaskipa og samstarfsaðila sem starfa á norðurslóðum. Samtökin voru stofnuð árið 2003, meðlimir AECO í dag eru 70 talsins og telja 50 skemmtiferðaskip og 10 snekkjur. Að meðaltali er farþegafjöldi í hverju skipi um 200 manns.


AECO leggur metnað sinn í að stýra ábyrgri, umhverfisvænni og öruggri ferðaþjónustu á norðurslóðum og leitast við að setja ávallt hæstu mögulegu rekstarstaðla.

Frekari upplýsingar um AECO má finna hér:


https://www.aeco.no/about-aeco/


Ástæða vinnudagsins og tilgangur


Verkefnið snýr að hönnun og uppsetning á samfélagslegum leiðavísi fyrir áfangastaðinn Húsavík.

Leiðarvísinn mun stuðla að betri samskiptum og samhæfingu á milli sveitarfélagsins og þjónustuaðila á svæðinu.

Aðeins er til einn slíkur leiðari fyrir Ísland en hann var gerður fyrir Seyðisfjörð árið 2017. Fleiri borgir sem eiga samfélagslegan leiðarvísi hjá AECO eru: Nuuk, Lonyearbyen (Svalbarða) og fleiri. Verkefnið er styrkt af NORA og kom á borð Húsavíkurstofu frá Ferðamálastofu Íslands.


Á linkunum hér fyrir neðan er hægt að skoða hvernig leiðarvísarnir líta út og hvaða svæði eru tilbúin.


https://www.aeco.no/guidelines/community-guidelines/


https://www.aeco.no/guidelines/community-guidelines/community-guideline/


https://www.aeco.no/guidelines/community-guidelines/community-specific-guidelines/


Samfélagslegi leiðarvísirinn


Leiðarvísirinn er tilvalið verkfæri til að stýra ferðaþjónustu í samfélaginu með því meðal annars að:

  • Geta á staðlaðan hátt miðlað upplýsingum milli sveitarfélagsins, samfélagsins, ferðamanna og ferðaþjónustuaðila.
  • Á vinnudeginum verða útbúnar almennar staðbundnar leiðbeiningar sem snúa að;
  • Hvernig ferðamenn skulu- og skulu ekki haga sér.
  • Hvaða þjónusta er í boði fyrir ferðamenn og hvar er hana að finna.
  • Hvers má vænta frá heimamönnum.
  • Upplýsingar um innviði bæjarins og sögu.
  • Bærinn fær áþreifanlegar leiðbeiningar sem ferðaiðnaðurinn getur innleitt. Alls eru 12 samfélagslegir leiðarvísar tilbúnir hjá AECO.


Vinnudagurinn

Vinnudagurinn fer fram í Hvalasafninu á Húsavík, fimmtudaginn 3. mars frá 13:00-17:00.


Dagskrá vinnudagsins:


  • Almennt erindi um staðbundnar áskoranir í tengslum við ferðaþjónustu
  • Kynning á verkefninu og minni vinnuhópar myndaðir
  • Áþreifanlegar, jákvæðar og skemmtilegar viðmiðunarreglur fyrir viðkomandi samfélag þróaðar í vinnuhópunum sem svar við áskorunum á áfangastaðnum.

 

Niðurstaðan



  • Ferðamenn séu upplýstir um samfélagið sem þeir heimsækja.
  • Ganga úr skugga um að gestir skilji betur hvað á að gera og hvað á ekki að gera í tilteknu samfélagi.
  • Minnka hugsanlega spennu sem tengist ferðaþjónustu.
  • Aukin góð samskipti á milli gesta og heimamanna.
  • Auka hagnað sveitarfélagsins og verslana / vetingastaða af ferðaþjónustu.
  • Stefnumótandi tæki í tengslum við ferðaþjónustu á svæðinu.
  • Auðvelda upplýsingaskipti um ferðaþjónustu á staðnum. 


Við hvetjum fólk sem hefur áhuga að taka þátt í þessu verkefni með okkur.

Veitingar verða í boði

Skráning í síma: 8601088 og info@visithusavik.is


by Visit Húsavík 15 Sept, 2022
 Örlygur Hnefill ráðinn verkefnastjóri Húsavíkurstofu
by Visit Husavik 09 Jun, 2022
Nýir leiðarvísar fyrir ferðafólk um hvað má og hvað má ekki
oskar for husvik óskar óskarsson my hometown academy awards oscars
by Visit Husavik 21 Apr, 2021
The people of Húsavík in North Iceland are ready for the Oscars 2021. On Monday, the only Óskar in town declared the red carpet on Húsavík's main street formally open. Cutting a ribbon along with the mayor of Húsavík, the local girls' choir was also present, among others. The choir had participated in recording a video where Molly Sandén performed the song Husavik, which is nominated for an Academy Award this year. Due to unusual circumstances, Sandén could not perform the song on stage at the Oscars as planned. Instead, she went to Húsavík to record a music video with the locals. The video will be premiered at the award ceremony, increasing the anticipation of the locals for this years Oscars, who are already hopeful that the song named after their hometown will win the Oscar and bring attention to this small town that is known as the primary location in Iceland for whale watching.
óskar for húsavík - oscar campaign husavik
by Visit Husavik 09 Apr, 2021
Óskar Óskarsson is back! The song “Husavik” was nominated for the best original song in the 93rd Academy Awards. The ceremony will be held 25th of April and we can’t wait. Nobody is happier than Óskar Óskarsson, as he might welcome another Óskar to Húsavík. After many days of celebrating the Oscar nomination, he is back with a new video. The new campaign follows Óskar and Olaf Yohansson on the Oscar night itself. Olaf (Jaja DingDong guy) is willing to do absolutely anything to see his favorite tune Jaja Dingdong win instead of local’s favorite Husavik. Olaf might have tricks up his sleeve – check out how it pans out in the video below
husavik oscar eurovision campaign
by Visit Husavik 04 Mar, 2021
An Óskar for Húsavík! - Help us get an Oscar nomination.
husavik eurovision oscar nomination fire saga esc fire saga will ferrell
by Visit Husavik 10 Feb, 2021
Nine category shortlist for the 93rd Academy Awards was published yesterday. Among them is the category for best original song. One hundred five songs were eligible in the category and now the shortlist has been cut down to only fifteen songs fighting for an Oscar nomination.
2020 in húsavík tourism north iceland whale watching eurovision film netflix
by Visit Husavik 05 Jan, 2021
What can we say about 2020? There is no simple way to sum it up, it certainly had its ups and downs for our community in Northeastern Iceland.
The Best Geothermal Baths in North Iceland. Husavik myvatn beer spa geosea sea baths nature baths
20 Nov, 2020
After spending the day in Husavik, where we decided to take a rocky boat ride out to get a glimpse of a series of Humpback whales, we knew we had to rejuvenate in the highly recommended Geosea Spa.
diamond circle husavik myvatn asbyrgi godafoss dettifoss
by info husavik 07 Sept, 2020
The Diamond Circle has now been officially opened. This 250 km route in the Northeast of Iceland includes stunning sights and landscapes. The Diamond Circle has five key destinations, amongst them is Húsavík.
Museums Húsavík Culture Northeast
by info husavik 26 Aug, 2020
Despite being a small town Húsavík has its share of museums. However, this blog will try to cover and unveil the museums on the outskirts of Húsavík.
More posts
Share by: