HEIM

Velkomin til Húsavíkur!

Húsavík er talið elsta byggða ból á Íslandi, en sænski víkingurinn og landkönnuðurinn Garðar Svavarsson hafði þar vetursetu fjórum árum áður en Ingólfur Arnarson settist að í Reykjavík. Í bænum má sjá fjölda kennileita sem byggja á nafni Garðars, hvort heldur sem er götur, fyrirtæki, félagasamtök og jafnvel bátar.

Fjöldi ferðamanna sækir Húsavík heim á hverju ári en Skjálfandaflói er talinn eitt besta ætissvæði hvala við Ísland. Þá hafa fallegt bæjarstæði og nærumhverfi, fjölbreytt afþreying auk nálægðar við fjölmargar náttúruperlur svæðisins sitt að segja líka. 

Við hlökkum til að taka á móti þér á Húsavík!

OPNUNARTÍMAR New Button

Fylgstu með á samfélagsmiðlum

#visithusavik

Hvað er hægt að gera

Það á enginn að þurfa að láta sér leiðast á Húsavík. Hvalaskoðun, frábær söfn, gönguleiðir og náttúruböð er meðal þess sem hægt er að gera sér til dægradvalar.

Vetur á Húsavík

Yfirlit yfir afþreyingu og þjónustu á Húsavík í vetur.

Ferðin til Húsavíkur

Húsavík stendur við Skjálfandaflóa á norðurströnd Íslands. Góðar samgöngur eru þangað í lofti, láði og legi. 
Samgöngur
Share by: