Camping 66,12 North - Mánárbakki
Tjaldsvæðið stendur við sjávarsíðuna yst á Tjörnesi og býður upp á óhindrað útsýni yfir hafið. Sólarlagið er með því fegurra sem gerist og fuglalífið á svæðinu er fjölbreytt og líflegt.
Á svæðinu er góð snyrti- og sturtuaðstaða, salerni fyrir fatlaða og eldhúsaðstaða þar sem gestir geta einnig borðað inni.
Frá tjaldsvæðinu eru um 35 km í Ásbyrgi og 24 km til Húsavíkur.


66,12N Mánárbakki

66,12N Mánárbakki

66,12N Mánárbakki